Fótbolti

Hollendingum var svolítið kalt í Dalnum í kvöld - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robiin van Perise og Arjen Robben koma út á æfinguna í kvöld.
Robiin van Perise og Arjen Robben koma út á æfinguna í kvöld. Vísir/Vilhelm
Hollenska landsliðið æfði á Laugardalsvellinum í kvöld en framundan er leikur á móti sjóðheitu íslensku landsliði á sama stað klukkan 18.45 annað kvöld. Íslenska landsliðið getur náð sex stiga forskoti á Holland með sigri.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, leit við í Laugardalnum í kvöld og náði myndum af hollensku stórstjörnunum ná úr sér mestu flugþreytunni en það var nokkuð greinilegt að Hollendingunum var svolítið kalt í kvöld.

Hollenska landsliðið hefur mátt þola gagnrýni fyrir fyrstu leiki sína í undankeppninni, fyrst tapaði liðið á móti Tékklandi og svo vann liðið 3-1 heimasigur á Kasakstan eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Myndir Vilhelms Gunnarssonar eru hér fyrir neðan en það er mikil pressa á hollenska landsliðinu fyrir leikinn á morgun.



Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland

Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland.

Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót

Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun.

Hiddink: Svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið | Myndband

Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins, hitti her hollenska blaðamanna fyrir æfingu liðsins í kvöld og blaðamannafundur hans fór að mestu fram á hollensku. Hiddink svaraði þó einni spurningu á ensku og hrósaði þar íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×