Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar hennar í Norrköping Dolphins urðu að sætta sig við sex stiga tap á heimavelli á móti 08 Stockholm HR, 59-65, í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Sigrún var með 4 stig, 6 fráköst og 2 stolna bolta á 30 mínútum í leiknum en hún spilaði ekkert í framlengingunni því hún fékk sína fimmtu villu skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma.
Norrköping Dolphins var með frumkvæðið fram eftir leik, tíu stigum yfir í hálfleik, 29-19 og með fjögurra stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. 08 Stockholm HR vann hinsvegar framlenginguna 13-7.
Sigrún átti frábæran leik í 1. umferðinni þar sem Norrköping Dolphins liðið vann góðan sigur á Norrköping Dolphins en hún var þá með 21 stig og 9 fráköst.
Sigrún og félagar töpuðu í framlengingu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn