

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með eldsumbrotunum og áhrifum þeirra og gefur út viðvaranir ef þörf er á.
Stærsta mögulega sprengigosið í Bárðarbungu myndi aldrei standa nema í einn til tvo sólarhringa. Þótt það virðist ólíklegt verður að reikna með því versta, segir eldfjallafræðingur. Fólk á ekki að vera í hættu, enda er fjallið langt frá byggðu bóli.
„Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Búast má við að gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni berist í vestur og suðvestur frá gosstöðvunum allt að Snæfellsnesi í norðri og Reykjanesi í suðri og því gæti mengunar aftur orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, annan daginn í röð.
Vegna mengunar frá gosinu í Holuhrauni virtist sólin vera rauð þegar hún kom yfir sjóndeildarhringinn í morgun.
Landið hefur gliðnað sem nemur 100 til 150 árum af meðalgliðnun.
Gígaröðin í Holuhrauni teygir sig nú upp í 100 metra hæð þar sem hún er hæst. Hraunið stíflar Jökulsá og lón myndast, en mjög hefur dregið úr kvikuuppstreymi.
Mest mældist gildi SO2 í Kópavogi um sjöleytið í kvöld. Veðurstofa spáir því að gasmengun muni áfram berast til vesturs og suðvesturs frá gosstöðvunum á morgun.