Innlent

Össur spyr Bjarna um veiðirétt Landsvirkjunar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Össur vill fá kort af svæðunum sem Landsvirkjun á.
Össur vill fá kort af svæðunum sem Landsvirkjun á. Vísir / Vilhelm
Össur Skarphéðinsson vill vita hvaða lönd Landsvirkjun á við Þingvallavatn, Efra-Sog og Úlfljótsvatn og hvaða veiðirétt fyrirtækið hefur á svæðunum. Þetta kemur fram í fyrirspurn sem hann hefur lagt fram á þingi til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Í fyrirspurninni spyr hann líka um hvernig veiðirétturinn sé nýttur og hvort einhver hluti hans sé framseldur öðrum til nýtingar.

Össur vill ekki bara upptalningu á svæðunum heldur óskar hann eftir því að kort fylgi þar sem nákvæmlega kemur fram um hvaða hlut strandlengjunnar í fyrrgreindu vatnakerfi er að ræða og hversu langt út í vötn forræði eða eignarhald Landsvirkjunar nær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×