Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 24. október 2014 10:18 Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar.
Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun