Fótbolti

Vilja spila HM í Katar í maí

Vinna við keppnina er í fullum gangi eins og sjá má hér.
Vinna við keppnina er í fullum gangi eins og sjá má hér. vísir/afp
Það er enn rætt um hvað skuli gera við HM í Katar árið 2022 og stærstu félög Evrópu hafa nú komið fram með sína hugmynd.

Það virðist vera algjörlega útilokað að hægt sé að halda mótið um mitt sumar því hitinn þá verði hreinlega hættulegur leikmönnum.

Samtök evrópskra knattspyrnuliða hafa mælst til þess að mótið verði haldið í maí. Það muni valda sem minnstu raski á öðrum deildum og þá fer mótið ekki heldur fram í of miklum hita.

Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í tengslum við mótið á síðustu mánuðum. Meðal annars að spila leiki eldsnemma á morgnana.

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur sjálfur lagt til að mótið fari fram í nóvember eða desember. Aðrir vilja einfaldlega taka mótið af Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×