Mikil mengun á Akureyri Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2014 10:04 visir/auðunn Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu. Töluverð mengunarlykt finnst í bænum og er nokkuð slæmt skyggni. Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á norður- og vesturlandi. Tilkynningar um mengun hafa borist frá Akureyri, Skagafirði og Stykkishólmi. Hæðstu gildi sem mældust í morgun voru um 5100 míkrógrömm á rúmmetra á Sauðárkróki, um 2700 míkrógrömm á rúmmetra í Stykkishólmi og um 4000 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri. Mengun á Akureyri hefur vaxið jafnt og þétt í alla nótt og náði hámarki í morgun þegar hún var komin í 4000 míkrógrömm. Börn í grunnskólum í bænum fá ekki að fara út í frímínútum. Heldur meiri virkni hefur verið við Bárðarbungu síðasta sólarhring en þann á undan. Yfir 100 skjálftar hafa mælst en enginn þeirra hefur verið fimm eða stærri. Rétt innan við tíu eru stærri en fjögur stig. Stærsti var kl. 16:09 í gær og var hann 4,6. Um tugur skjálfta eru milli 3 og 4 að stærð. Virkni undir norðanverðum bergganginum er svipuð og verið hefur undanfarna daga. Foreldrar barna í Lundaskóla á Akureyri og á leikskólanum Lundaseli hafa fengið tölvupóst þess efnis að börnin verði öll innandyra í dag. Foreldrar þurfa aftur á móti að taka sjálf ákvörðun um það hvort þeir sækja nemendur í skólann þegar skóladegi lýkur eða hvort þau verði látin ganga sjálf heim. Hér að neðan má sjá myndband sem íbúi á Akureyri birtir á Fésbókarsíðu sinni. Þar smá glögglega sjá að nokkur mengun er í Eyjafirði. Innlegg frá Birgir H. Stefánsson. Bárðarbunga Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu. Töluverð mengunarlykt finnst í bænum og er nokkuð slæmt skyggni. Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á norður- og vesturlandi. Tilkynningar um mengun hafa borist frá Akureyri, Skagafirði og Stykkishólmi. Hæðstu gildi sem mældust í morgun voru um 5100 míkrógrömm á rúmmetra á Sauðárkróki, um 2700 míkrógrömm á rúmmetra í Stykkishólmi og um 4000 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri. Mengun á Akureyri hefur vaxið jafnt og þétt í alla nótt og náði hámarki í morgun þegar hún var komin í 4000 míkrógrömm. Börn í grunnskólum í bænum fá ekki að fara út í frímínútum. Heldur meiri virkni hefur verið við Bárðarbungu síðasta sólarhring en þann á undan. Yfir 100 skjálftar hafa mælst en enginn þeirra hefur verið fimm eða stærri. Rétt innan við tíu eru stærri en fjögur stig. Stærsti var kl. 16:09 í gær og var hann 4,6. Um tugur skjálfta eru milli 3 og 4 að stærð. Virkni undir norðanverðum bergganginum er svipuð og verið hefur undanfarna daga. Foreldrar barna í Lundaskóla á Akureyri og á leikskólanum Lundaseli hafa fengið tölvupóst þess efnis að börnin verði öll innandyra í dag. Foreldrar þurfa aftur á móti að taka sjálf ákvörðun um það hvort þeir sækja nemendur í skólann þegar skóladegi lýkur eða hvort þau verði látin ganga sjálf heim. Hér að neðan má sjá myndband sem íbúi á Akureyri birtir á Fésbókarsíðu sinni. Þar smá glögglega sjá að nokkur mengun er í Eyjafirði. Innlegg frá Birgir H. Stefánsson.
Bárðarbunga Veður Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira