Persónan Nathan Drake er mörgum kunn úr Uncharted-leikjunum.
Á næstunni er von á nýjum leik með honum í aðalhlutverki, Uncharted 4: A Thief´s End.
Game Tíví-bræður, þeir Sverrir Bergmann og Ólafur Þór Jóelsson, döbba hér atriði með Drake þar sem óvæntir hlutir koma í ljós.
Áhugamenn um tölvuleiki hafa eflaust tekið eftir því að hér á Vísi hófst umfjöllun um tölvuleikjageirann fyrr í haust með fréttum og gagnrýni.
Game Tíví hefur einnig gengið til liðs við Vísi og fór aftur í loftið nú í vikunni með breyttu sniði. Í stað þess að framleiða heilan hálftíma þátt vikulega ætla þeir Sverrir og Ólafur að frumsýna nokkur atriði á Vísi í hverri viku.
Gametíví atriðin á Vísi munu innihalda leikjadóma, raunveruleiki, heimsóknir, döbb og alls kyns umfjallanir um tölvuleikjabransann, bæði hérlendis og erlendis.
