Graeme McDowell í forystu eftir fyrsta hring í Kína 6. nóvember 2014 09:40 G-Mac var í stuði í nótt. AP Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér. Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér.
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira