Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:00 Bríet Bragadóttir. Mynd/Heimasíða KSÍ Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Það er mikill heiður að vera kosin af leikmönnum deildarinnar. Það er mikil viðurkenning fyrir mig að þær séu ánægðar með störf mín," sagði Bríet en hún tók upp dómgæslu eftir að hafa meiðst. „Eftir meiðslin gekk illa að spila fótbolta á keppnisstigi og þá hafði Magnús dómarastjóri hjá KSÍ samband og bað mig um að koma og dæma. Ég sló því til og hef dæmt síðan þá en þetta var árið 2011," segir Bríet en hvað eiginleika þarftu að hafa til að verða góður dómari? „Til að vera góður dómari þarftu að vera í góðu formi, kunna reglurnar og að hafa góðan skilning á leiknum. Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig og finna alltaf leiðir til að standa sig betur í næsta leik," segir Bríet. Bríet stefnir á það að verða alþjóðlegur dómari og sækist eftir því að fá FIFA réttindi. „Fyrst ætla ég samt að dæma sem flesta stórleiki í boltanum á Íslandi og set síðan stefnuna á HM 2023," segir Bríet en hún segir að kvendómarar geti fljótlega unnið sig upp og fengið verkefni erlendis. „Það eru mjög fáir kvendómarar á Íslandi og því er auðvelt að vinna sig hratt upp. Kvendómarar fá stór tækifæri og ef þú stendur undir þeim þá nærðu hratt árangri. Ég fór til dæmis til Noregs að dæma á æfingamóti U16 ára landsliða einungis ári eftir að ég byrjaði að dæma. Það frábært að ferðast til annarra landa og hitta aðrar stelpur sem eru líka að dæma. Það er ólýsanleg tilfinning að standa á miðjum vellinum og hlýða á þjóðsöng keppnisþjóðanna í leik sem þú flautar á eftir örfáar mínútur," segir Bríet en það má finna allt viðtalið við hana með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Það er mikill heiður að vera kosin af leikmönnum deildarinnar. Það er mikil viðurkenning fyrir mig að þær séu ánægðar með störf mín," sagði Bríet en hún tók upp dómgæslu eftir að hafa meiðst. „Eftir meiðslin gekk illa að spila fótbolta á keppnisstigi og þá hafði Magnús dómarastjóri hjá KSÍ samband og bað mig um að koma og dæma. Ég sló því til og hef dæmt síðan þá en þetta var árið 2011," segir Bríet en hvað eiginleika þarftu að hafa til að verða góður dómari? „Til að vera góður dómari þarftu að vera í góðu formi, kunna reglurnar og að hafa góðan skilning á leiknum. Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig og finna alltaf leiðir til að standa sig betur í næsta leik," segir Bríet. Bríet stefnir á það að verða alþjóðlegur dómari og sækist eftir því að fá FIFA réttindi. „Fyrst ætla ég samt að dæma sem flesta stórleiki í boltanum á Íslandi og set síðan stefnuna á HM 2023," segir Bríet en hún segir að kvendómarar geti fljótlega unnið sig upp og fengið verkefni erlendis. „Það eru mjög fáir kvendómarar á Íslandi og því er auðvelt að vinna sig hratt upp. Kvendómarar fá stór tækifæri og ef þú stendur undir þeim þá nærðu hratt árangri. Ég fór til dæmis til Noregs að dæma á æfingamóti U16 ára landsliða einungis ári eftir að ég byrjaði að dæma. Það frábært að ferðast til annarra landa og hitta aðrar stelpur sem eru líka að dæma. Það er ólýsanleg tilfinning að standa á miðjum vellinum og hlýða á þjóðsöng keppnisþjóðanna í leik sem þú flautar á eftir örfáar mínútur," segir Bríet en það má finna allt viðtalið við hana með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira