Við erum menningarþjóð Jónas Sen skrifar 3. nóvember 2014 07:46 Á Íslandi er áberandi gróska í tónlistarlífinu. Í hverjum mánuði er haldinn fjöldi tónleika, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Tónlistarskólar eru afar margir. Sjálfsagður hlutur þykir að senda börn í tónlistarnám. Slíkt nám getur borið ríkulegan ávöxt. Það sannaðist er Björk Guðmundsdóttir kom Íslandi á sínum tíma á kort tónlistarheimsins svo um munaði. Aðrir hafa fetað í fótspor hennar. Þar á meðal er Sigur Rós og Of Monsters and Men. Airwaves-hátíðin vekur líka mikla athygli og þegar hún er haldin koma hingað erlendir umboðsmenn og blaðafólk í leit að stjörnum morgundagsins. Íslendingar eru því montnir af tónlistarmenningu sinni. Í gamla daga höfðum við bara fornbókmenntirnar til að státa okkur af og landslagið sem málararnir okkar kepptust við að mæra. Nú er það hins vegar að stórum hluta tónlistarfólkið sem ber hróður landsins um víðan völl. Hverjum skyldi það vera að þakka? Jú, tónlistarkennurum. Flestir af okkar frægu músíköntum lærðu í tónlistarskólum. Þessir skólar eru því mikilvæg undirstaða tónlistarmenningarinnar. Nú eru tónlistarkennarar sem eru innan Kennarasambandsins í verkfalli. Sveitarfélög og ríkið sömdu nýverið við kennara framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla. Við þessa samninga hafa tónlistarkennarar miðað svo árum skiptir. Þeir vilja núna sanngjarna leiðréttingu á launum sínum til samræmis við aðrar kennarastéttir. Þessa kröfu hefur samninganefnd sveitarfélaganna hunsað síðustu ellefu mánuði. Að sveitarfélögin skuli ekki bera meiri virðingu fyrir tónlistarkennurum er dapurlegt þegar haft er í huga mikilvægi tónlistarkennslu. Ímyndum okkur að það væri ekki tónlistarkennsla hér. Það þýddi að aðeins ómenntaðir tónlistarmenn héldu uppi tónlistarlífinu. Þeir allra metnaðargjörnustu kynnu vinnukonugripin á gítar, héldu takti á trommusettið, gætu glamrað einhverja hljóma á píanó, spilað á greiðu og kannski sög í leiðinni. Engin sinfóníuhljómsveit eða ópera væri starfandi. Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men - hvaða lið er nú það? Orgelleikur þekktist ekki í jarðarförum eða brúðkaupum, kirkjutónlist væri kórsöngur þar sem hver syngi með sínu nefi. Áhugamannakórar væru til en ekki menntaður kórstjóri til að stjórna þeim. Eina tónlistin sem þjóðin hefði aðgang að væri á erlendum geisladiskum og Spotify. Íslensk tónlist væri óþekkt fyrirbæri og íslenskir tónlistarmenn líka. Hvernig menning væri það? Þið hjá sveitarfélögunum, hafið þið hugleitt þetta? Með því að samþykkja ekki eðlilegar launakröfur tónlistarkennara eruð þið að stuðla að því að tónlistarkennsla verði miklu lakari en hún hefur áður verið. Við viljum ekki slíkt samfélag. Við erum menningarþjóð og þar skiptir tónlistin gríðarlegu máli. Ekki eyðileggja hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er áberandi gróska í tónlistarlífinu. Í hverjum mánuði er haldinn fjöldi tónleika, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Tónlistarskólar eru afar margir. Sjálfsagður hlutur þykir að senda börn í tónlistarnám. Slíkt nám getur borið ríkulegan ávöxt. Það sannaðist er Björk Guðmundsdóttir kom Íslandi á sínum tíma á kort tónlistarheimsins svo um munaði. Aðrir hafa fetað í fótspor hennar. Þar á meðal er Sigur Rós og Of Monsters and Men. Airwaves-hátíðin vekur líka mikla athygli og þegar hún er haldin koma hingað erlendir umboðsmenn og blaðafólk í leit að stjörnum morgundagsins. Íslendingar eru því montnir af tónlistarmenningu sinni. Í gamla daga höfðum við bara fornbókmenntirnar til að státa okkur af og landslagið sem málararnir okkar kepptust við að mæra. Nú er það hins vegar að stórum hluta tónlistarfólkið sem ber hróður landsins um víðan völl. Hverjum skyldi það vera að þakka? Jú, tónlistarkennurum. Flestir af okkar frægu músíköntum lærðu í tónlistarskólum. Þessir skólar eru því mikilvæg undirstaða tónlistarmenningarinnar. Nú eru tónlistarkennarar sem eru innan Kennarasambandsins í verkfalli. Sveitarfélög og ríkið sömdu nýverið við kennara framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla. Við þessa samninga hafa tónlistarkennarar miðað svo árum skiptir. Þeir vilja núna sanngjarna leiðréttingu á launum sínum til samræmis við aðrar kennarastéttir. Þessa kröfu hefur samninganefnd sveitarfélaganna hunsað síðustu ellefu mánuði. Að sveitarfélögin skuli ekki bera meiri virðingu fyrir tónlistarkennurum er dapurlegt þegar haft er í huga mikilvægi tónlistarkennslu. Ímyndum okkur að það væri ekki tónlistarkennsla hér. Það þýddi að aðeins ómenntaðir tónlistarmenn héldu uppi tónlistarlífinu. Þeir allra metnaðargjörnustu kynnu vinnukonugripin á gítar, héldu takti á trommusettið, gætu glamrað einhverja hljóma á píanó, spilað á greiðu og kannski sög í leiðinni. Engin sinfóníuhljómsveit eða ópera væri starfandi. Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men - hvaða lið er nú það? Orgelleikur þekktist ekki í jarðarförum eða brúðkaupum, kirkjutónlist væri kórsöngur þar sem hver syngi með sínu nefi. Áhugamannakórar væru til en ekki menntaður kórstjóri til að stjórna þeim. Eina tónlistin sem þjóðin hefði aðgang að væri á erlendum geisladiskum og Spotify. Íslensk tónlist væri óþekkt fyrirbæri og íslenskir tónlistarmenn líka. Hvernig menning væri það? Þið hjá sveitarfélögunum, hafið þið hugleitt þetta? Með því að samþykkja ekki eðlilegar launakröfur tónlistarkennara eruð þið að stuðla að því að tónlistarkennsla verði miklu lakari en hún hefur áður verið. Við viljum ekki slíkt samfélag. Við erum menningarþjóð og þar skiptir tónlistin gríðarlegu máli. Ekki eyðileggja hana.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun