Körfubolti

Keflavíkurkonur gefa ekkert eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carmen Tyson-Thomas er öflugur leikmaður fyrir Keflavík.
Carmen Tyson-Thomas er öflugur leikmaður fyrir Keflavík. Vísir/Vilhelm
Keflavíkurkonur eru komnar á mikið skrið í kvennakörfunni en þær fögnuðu sínum sjötta sigri í röð í Smáranum í kvöld þegar Keflavík vann átta stiga sigur á heimastúlkum í Breiðabliki, 76-68.

Sigur Keflavíkurliðsins var öruggur en liðið var þrettán stigum yfir í hálfleik, 48-35. Keflavíkurliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en nýliðarnir náðu aðeins að laga stöðuna í lokin.

Carmen Tyson-Thomas var með 22 stig og 13 fráköst fyrir Keflavík en hún var ekki sú eina með tvennu því Sara Rún Hinriksdóttir bætti við 13 stigum og 11 fráköstum. Tvíburasystir Söru, Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði síðan 10 stig.

Arielle Wideman var atkvæðamest hjá Breiðabliki með 24 stig en Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 12 stig. 



Breiðablik-Keflavík 68-76 (18-22, 17-26, 14-15, 19-13)

Breiðablik: Arielle Wideman 24/8 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 12/7 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/16 fráköst/3 varin skot, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 6/7 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 3, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 3/7 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 2.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 22/13 fráköst/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 13/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Lovísa Falsdóttir 8, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 7/8 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 2.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×