Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 21:23 Ragnar Jóhannsson skoraði átta mörk fyrir FH í kvöld. Vísir/Vilhelm FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. Akureyri vann Hauka örugglega á heimavelli og topplið Aftureldingar og Val gerðu jafntefli í æsispennandi leik.Stjarnan vann dramatískan 28-27 útisigur á HK í Digranesi. HK-ingar snéru leiknum við á lokakaflanum með því að skora fjögur mörk í röð og komst í 27-26 en Stjörnumenn áttu lokaorðið og tryggðu sér sigur með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Hrannar Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti nokkrum sekúndum fyrir leikslok.Akureyringar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir burstuðu Haukana með sjö marka mun fyrir norðan, 28-21, en með þessum sigri fór Akureyrarliðið upp fyrir Hauka og upp í 5. sæti deildarinnar. Kristján Orri Jóhannsson skoraði tíu mörk fyrir Akureyringa sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína frá því að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins.FH-ingar fóru létt með Framara á heimavelli sínum í Kaplakrika og unnu að lokum sjö marka sigur sem skilaði liðinu aftur upp í þriðja sæti deildarinnar. FH-ingar voru þarna að fagna sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum en Framliðið hefur tapað þremur leikjum í röð og átta af tíu leikjum sínum í vetur.Afturelding og Valur gerðu 28-28 jafntefli í frábærum leik að Varmá í Mosfellsbæ en Valsmaðurinn Bjartur Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið í leiknum og bæði lið fengu síðan tækifæri til að skora sigurmarkið á lokakafla leiksins. Það er hægt að lesa meira um leikinn hér.Úrslit og markaskorarar í Olís-deild karla í kvöld:Akureyri - Haukar 28-21 (16-9)Mörk Akureyrar (skot): Kristján Orri Jóhannsson 10/3 (14/4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 8 (10), Sigþór Heimisson 4 (8), Elías Már Halldórsson 4 (11), Bergvin Þór Gíslason 2 (3), Heimir Örn Árnason (1).Varin skot: Tomas Olason 18/1 (38/2, 47%).Mörk Hauka (skot): Þröstur Þráinsson 4/1 (4/1), Adam Haukur Baumruk 4 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (10), Árni Steinn Steinþórsson 4 (14), Einar Pétur Pétursson 2 (3), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Egill Eiríksson 1 (1), Janus Daði Smárason (3/1).Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 7/1 (18/2, 39%), Giedrius Morkunas 7 (24/2, 29%).Afturelding - Valur 28-28 (15-12)Mörk Aftureldingar (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 6/2 (7/2), Böðvar Páll Ásgeirsson 6 (11), Örn Ingi Bjarkason 5 (10), Ágúst Birgisson 4 (5), Gestur Ólafur Ingvarsson 3 (4), Jóhann Jóhannsson 2/1 (6/1), Pétur Júníusson 1 (1), Gunnar Þórsson 1 (3).Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 11 (29/2, 38%), Pálmar Pétursson 5 (15/1, 33%).Mörk Vals (skot): Kári Kristján Kristjánsson 8/3 (8/3), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (11), Elvar Friðriksson 4 (6), Geir Guðmundsson 4 (8), Finnur Ingi Stefánsson 2 (2), Bjartur Guðmundsson 2 (2), Alexander Örn Júlíusson 1 (3), Sveinn Aron Sveinsson 1 (3).Varin skot: Stephen Nielsen 11 (26/2, 42%), Kristján Ingi Kristjánsson 8 (21/1, 38%).HK - Stjarnan 27-28 (12-14)Mörk HK: Leó Snær Pétursson 7, Tryggvi Þór Tryggvason 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Garðar Svansson 4, Guðni Már Kristinsson 3, Þorkell Magnússon 2, Aron Gauti Óskarsson 1.Mörk Stjörnunnar: Egill Magnússon 8, Andri Hjartar Grétarsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Hilmar Pálsson 4, Starri Friðriksson 2, Víglundur Jarl Þórsson 1, Ari Pétursson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.FH - Fram 29-22 (15-9)Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 8, Andri Berg Haraldsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Ísak Rafnsson 3, Daníel Matthíasson 3, Andri Hrafn Hallsson 2, Hlynur Bjarnason 1, Bjarki Þór Kristinsson 1, Steingrímur Gústafsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1.Mörk Fram: Garðar B. Sigurjónsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Þröstur Bjarkason 2, Ragnar Þór Kjartansson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Elías Bóasson 1, Kristinn Björgúlfsson 1. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. Akureyri vann Hauka örugglega á heimavelli og topplið Aftureldingar og Val gerðu jafntefli í æsispennandi leik.Stjarnan vann dramatískan 28-27 útisigur á HK í Digranesi. HK-ingar snéru leiknum við á lokakaflanum með því að skora fjögur mörk í röð og komst í 27-26 en Stjörnumenn áttu lokaorðið og tryggðu sér sigur með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Hrannar Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti nokkrum sekúndum fyrir leikslok.Akureyringar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir burstuðu Haukana með sjö marka mun fyrir norðan, 28-21, en með þessum sigri fór Akureyrarliðið upp fyrir Hauka og upp í 5. sæti deildarinnar. Kristján Orri Jóhannsson skoraði tíu mörk fyrir Akureyringa sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína frá því að Atli Hilmarsson tók við þjálfun liðsins.FH-ingar fóru létt með Framara á heimavelli sínum í Kaplakrika og unnu að lokum sjö marka sigur sem skilaði liðinu aftur upp í þriðja sæti deildarinnar. FH-ingar voru þarna að fagna sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum en Framliðið hefur tapað þremur leikjum í röð og átta af tíu leikjum sínum í vetur.Afturelding og Valur gerðu 28-28 jafntefli í frábærum leik að Varmá í Mosfellsbæ en Valsmaðurinn Bjartur Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið í leiknum og bæði lið fengu síðan tækifæri til að skora sigurmarkið á lokakafla leiksins. Það er hægt að lesa meira um leikinn hér.Úrslit og markaskorarar í Olís-deild karla í kvöld:Akureyri - Haukar 28-21 (16-9)Mörk Akureyrar (skot): Kristján Orri Jóhannsson 10/3 (14/4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 8 (10), Sigþór Heimisson 4 (8), Elías Már Halldórsson 4 (11), Bergvin Þór Gíslason 2 (3), Heimir Örn Árnason (1).Varin skot: Tomas Olason 18/1 (38/2, 47%).Mörk Hauka (skot): Þröstur Þráinsson 4/1 (4/1), Adam Haukur Baumruk 4 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (10), Árni Steinn Steinþórsson 4 (14), Einar Pétur Pétursson 2 (3), Heimir Óli Heimisson 2 (3), Egill Eiríksson 1 (1), Janus Daði Smárason (3/1).Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 7/1 (18/2, 39%), Giedrius Morkunas 7 (24/2, 29%).Afturelding - Valur 28-28 (15-12)Mörk Aftureldingar (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 6/2 (7/2), Böðvar Páll Ásgeirsson 6 (11), Örn Ingi Bjarkason 5 (10), Ágúst Birgisson 4 (5), Gestur Ólafur Ingvarsson 3 (4), Jóhann Jóhannsson 2/1 (6/1), Pétur Júníusson 1 (1), Gunnar Þórsson 1 (3).Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 11 (29/2, 38%), Pálmar Pétursson 5 (15/1, 33%).Mörk Vals (skot): Kári Kristján Kristjánsson 8/3 (8/3), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (11), Elvar Friðriksson 4 (6), Geir Guðmundsson 4 (8), Finnur Ingi Stefánsson 2 (2), Bjartur Guðmundsson 2 (2), Alexander Örn Júlíusson 1 (3), Sveinn Aron Sveinsson 1 (3).Varin skot: Stephen Nielsen 11 (26/2, 42%), Kristján Ingi Kristjánsson 8 (21/1, 38%).HK - Stjarnan 27-28 (12-14)Mörk HK: Leó Snær Pétursson 7, Tryggvi Þór Tryggvason 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Garðar Svansson 4, Guðni Már Kristinsson 3, Þorkell Magnússon 2, Aron Gauti Óskarsson 1.Mörk Stjörnunnar: Egill Magnússon 8, Andri Hjartar Grétarsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Hilmar Pálsson 4, Starri Friðriksson 2, Víglundur Jarl Þórsson 1, Ari Pétursson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.FH - Fram 29-22 (15-9)Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 8, Andri Berg Haraldsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Ísak Rafnsson 3, Daníel Matthíasson 3, Andri Hrafn Hallsson 2, Hlynur Bjarnason 1, Bjarki Þór Kristinsson 1, Steingrímur Gústafsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1.Mörk Fram: Garðar B. Sigurjónsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Þröstur Bjarkason 2, Ragnar Þór Kjartansson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Elías Bóasson 1, Kristinn Björgúlfsson 1.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti