Fótbolti

Rosicky: Jöfnunarmarkið vendipunkturinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar
Tomas Rosicky, fyrirliði Tékklands, var ánægður með 2-1 sigur sinna manna á Íslandi í kvöld og sagði hann sanngjarnan.

„Við erum auðvitað hæstánægðir með sigurinn því þetta var erfiður leikur. Ég held að þínir menn hafi sýnt að úrslitin til þessa var engin tilviljun,“ sagði hann við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Ég held að við áttum skilið að sigra. Við spiluðum mjög vel og þurftum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Við sköpuðum mörg færi og sýndum mikinn viljastyrk.“

Hann telur að jöfnunarmarkið sem kom í blálok fyrri hálfleiks hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Ég held að það hafi verið stóra málið. Þetta lyfti búningsklefanum í hálfleik og það hjálpar.“

Rosicky tekur undir að Tékkar eru komnir langleiðina til Frakklands nú þegar liðið er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

„En við erum ekki komnir þangað enn þá. Við eigum enn eftir að mæta Íslandi á útivelli og það verður erfiður leikur eins og þessi. Holland er heldur ekki úr leik og mun blanda sér í baráttuna.“


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×