Furðar sig á viðbrögðum stjórnarandstöðunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2014 14:53 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, furðar sig á viðbrögðum stjórnarandstöðunnar vegna skuldaleiðréttingarinnar á sama tíma og fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki til að fara út í aðgerðina. Sjálfur fékk hann nokkur hundruð þúsund krónur til baka í leiðréttingunni. „Við framsóknarmenn erum mjög ánægðir. Frá 2009 hef ég barist fyrir því að þessi leiðrétting komi til fólks sem tók venjuleg lán og fékk þennan forsendubrest í höfuðið og við erum býsna ánægðir hvernig til tókst,“ segir hann. Sigurður Ingi segist skynja almenna ánægju á meðal landsmanna með skuldaleiðréttinguna. „Ég hef ekki orðið var við annað en mjög góð viðbrögð frá fólki sem sótti um leiðréttingu og þeirra væntinga sem þar voru,“ segir hann. „Að sjálfsögðu eru einhverjir sem hafa alltaf verið á móti þessu og þeir halda sig náttúrulega við sinn keip en þetta er almenn leiðrétting sem við erum að ná hér í gegn,“ segir Sigurður Ingi en hann er ánægður. „Við lofuðum þessu í kosningabaráttunni og við börðumst fyrir þessu í kosningabaráttunni 2009 og nú er þetta komið í gegn. Við stöndum við okkar og ég er býsna ánægður með það.“ Sigurður Ingi segist vera hissa á viðbrögðum stjórnarandstöðunnar. „Ég er svolítið undrandi á stjórnarandstöðunni því hér er verið að framkvæma það sem þau treystu sér til og sögðu að þau myndu ekki gera meir og töldu að við gætum ekki gert það,“ segir hann. „Nú er þetta búið og ég er svolítið undrandi á þeirra viðbrögðum.“ Sigurður Ingi sótti sjálfur um skuldaniðurfærslu og fékk nokkur hundruð þúsund krónur. „Ég held að ég sé bara svona nokkuð venjulegur Íslendingur með eðlilegt lán og þær væntingar sem ég var með, þetta er bara með þeim hætti,“ svarar Sigurður Ingi. „Þetta er bara eðlilegt, einhverjir hundrað þúsund kallar, en eðlilegt miðað við þær aðstæður sem við öll lentum í.“ Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, furðar sig á viðbrögðum stjórnarandstöðunnar vegna skuldaleiðréttingarinnar á sama tíma og fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki til að fara út í aðgerðina. Sjálfur fékk hann nokkur hundruð þúsund krónur til baka í leiðréttingunni. „Við framsóknarmenn erum mjög ánægðir. Frá 2009 hef ég barist fyrir því að þessi leiðrétting komi til fólks sem tók venjuleg lán og fékk þennan forsendubrest í höfuðið og við erum býsna ánægðir hvernig til tókst,“ segir hann. Sigurður Ingi segist skynja almenna ánægju á meðal landsmanna með skuldaleiðréttinguna. „Ég hef ekki orðið var við annað en mjög góð viðbrögð frá fólki sem sótti um leiðréttingu og þeirra væntinga sem þar voru,“ segir hann. „Að sjálfsögðu eru einhverjir sem hafa alltaf verið á móti þessu og þeir halda sig náttúrulega við sinn keip en þetta er almenn leiðrétting sem við erum að ná hér í gegn,“ segir Sigurður Ingi en hann er ánægður. „Við lofuðum þessu í kosningabaráttunni og við börðumst fyrir þessu í kosningabaráttunni 2009 og nú er þetta komið í gegn. Við stöndum við okkar og ég er býsna ánægður með það.“ Sigurður Ingi segist vera hissa á viðbrögðum stjórnarandstöðunnar. „Ég er svolítið undrandi á stjórnarandstöðunni því hér er verið að framkvæma það sem þau treystu sér til og sögðu að þau myndu ekki gera meir og töldu að við gætum ekki gert það,“ segir hann. „Nú er þetta búið og ég er svolítið undrandi á þeirra viðbrögðum.“ Sigurður Ingi sótti sjálfur um skuldaniðurfærslu og fékk nokkur hundruð þúsund krónur. „Ég held að ég sé bara svona nokkuð venjulegur Íslendingur með eðlilegt lán og þær væntingar sem ég var með, þetta er bara með þeim hætti,“ svarar Sigurður Ingi. „Þetta er bara eðlilegt, einhverjir hundrað þúsund kallar, en eðlilegt miðað við þær aðstæður sem við öll lentum í.“
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira