Innlent

Tuttugu manns í rútuslysi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Um tuttugu manns voru í rútunni.
Um tuttugu manns voru í rútunni. Vísir/Vilhelm

Hópslysaáætlun Almannavarana hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Hellisheiði. Rútan valt á hliðina.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. RÚV greinir fyrst frá.

„Þetta er rúta sem að valt neðst í skíðaskálabrekkunni. Hún fór út af og liggur nú á hliðinni,“ segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögrelgunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Um tuttugu erlendir ferðamenn voru í rútunni og eru þeir allir óslasaðir. Enginn var fluttur á sjúkrahús. Ferðamennirnir fengu að fara inn í Hellisheiðarvirkjun og bíða þar eftir annarri rútu til að halda ferðalagi sínu áfram.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×