Fótbolti

Finnst betra að hafa tvo landsliðsþjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundinum í gær.
Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Daníel
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins, var spurður á blaðamannafundi liðsins í gær hvernig hann og Heimir Hallgrímsson skipta með sér verkum en Ísland mætir í kvöld Tékklandi i´undankeppni EM 2016 hér í Plzen.

„Það fer eftir aðstæðum. Við reynum að skipuleggja starfið saman og skiptum svo á milli okkur verkum. Þetta er spurning sem við fáum reglulega en í raun er þetta eins nú og þegar ég var með annar þjálfara með mér í Svíþjóð.“

„Það er þó mun meira sem kemur til en bara starf þjálfaranna. Það er heilt teymi í kringum liðið sem vinnur virkilega mikilvægt starf,“ sagði hann.

„Ég tel betra að vera með tvo þjálfara og hafa fleiri sjónarhorn á hlutna í stað þess að vera fastur í eigin kassa ef maður starfar bara einn alla tíð.“

Lagerbäck var einnig beðinn um að bera saman starf sitt með íslenska landsliðinu við það sænska. „Almennt séð er ekki mikill munur og enginn munur hvað knattspyrnuna sjálfa varðar.“

„Eitt sem ég get nefnt sem er ólíkt er samband leikmannanna en það er í hæsta gæðaflokki. Það var líka gott í Svíþjóð en mér finnst einstakt hvernig leikmenn ná saman bæði innan vallar sem utan og finnst í raun mikið til þess koma.“


Tengdar fréttir

Hannes: Ég sakna Gulla smá

Landsliðsmarkvörðurinn verður væntanlega á sínum stað í marki Íslands gegn Tékklandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×