Fótbolti

Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ranieri á hliðarlínunni.
Ranieri á hliðarlínunni. Vísir/Getty
Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær.

Þessi 63 ára Ítali stýrði Grikklandi í sínum síðasta leik í gær þegar lið beið lægri hlut fyrir smáþjóð Færeyja á heimavelli, 1-0.

Evrópumeistararnir 2004 eru á botni F riðils og eru nú komnir í erfiða stöðu í riðlinum.

Síðasti leikur Ranieri verður á þriðjudaginn gegn Serbíu, en liðin leika þá æfingarleik.

„Það var ekkert annað í stöðunni en að rifta samningnum," segir í tilkynningu frá gríska sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×