Damon Johnson og félagar í Keflavík unnu endurkomusigur á ÍR í TM-höllinni í Keflavík í gær en ÍR-ingar voru sex stigum yfir í hálfleik, 33-39.
William Thomas Graves skoraði 39 stig í leiknum og átti stórleik en það er líka vert að minnast á það að Damon Johnson geymdi öll stigin sín í leiknum þar til í seinni hálfleiknum.
Damon Johnson var stigalaust í fyrri hálfleiknum þar sem hann tók aðeins tvö skot á tæpum fimmtán mínútum og hitti úr hvorugu þeirra.
Damon hinsvegar öflugur inn í þriðja leikhlutann þar sem að hann skorað 11 af 24 stigum Keflavíkurliðsins sem tók frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 24-14.
Damon Johnson er fertugur en eins og oft áður er hann bestur þegar mest á reynir. Kappinn er með 17,5 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í fyrstu sex leikjum Keflvíkinga í Dominos-deildinni í vetur.
Fyrri hálfleikurinn hjá Damon
Mínútur: 14:48
Stig: 0
Fráköst: 3
Stoðsendingar: 2
Varin skot: 1
Stolnir boltar: 0
Skotnýting: 0 af 2 (0 prósent)
Vítanýting: 0 af 0
Seinni hálfleikurinn hjá Damon
Mínútur: 18:56
Stig: 16
Fráköst: 4
Stoðsendingar: 2
Varin skot: 2
Stolnir boltar: 1
Skotnýting: 5 af 7 (71 prósent)
Vítanýting: 5 af 5 (100 prósent)
Damon geymdi öll stigin sín þar til í seinni hálfleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
