Enski boltinn

Enn langt í Özil - frá í sjö vikur til viðbótar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Vísir/Getty
Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil er ekkert á leiðinni aftur inn í Arsenal-liðið á næstunni því kappinn verður frá í sjö vikur til víðbótar og spilar því ekkert aftur fyrr en á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við BBC.

„Ég hef verið meiddur í fimm vikur og verð frá í sjö vikur til viðbótar. Þetta er langt ferli. Meiðsli eru hluti af fótboltanum en lífið heldur áfram og maður verður að vera jákvæður," sagði Mesut Özil við BBC.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, talaði um að Özil yrði frá í sex vikur þegar hann meiddist á hné á dögunum en þýska knattspyrnusambandið talaði aftur á móti strax um tólf vikur. Nú er komið í ljós að Þjóðverjarnir höfðu rétt fyrir sér.

Mesut Özil lék sinn síðasta leik með Arsenal í 2-0 tapi á móti 5. október síðastliðinn og hefur nú þegar misst af sex leikjum þar af fjórum þeirra í ensku úrvalsdeildinni.

Mesut Özil hefur skorað eitt mark og gefið tvær stoðsendingar í átta leikjum í deild og Meistaradeild á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×