Ráðstefna um rafbílavæðingu á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2014 10:36 Hér má sjá mynd af rafbíl af tegundinni Tesla. vísir/gva Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent
Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent