Sigið í öskju Bárðarbungu með svipuðu móti en færslur á GPS mælum sýna að heldur hafi dregið úr landsigi að Bárðarbungu.
Í dag berst gasmengun frá eldgosinu til vesturs af gosstöðvunum. Búast má við gasmengun víða á vestanverðu landinu á svæði frá Þjórsá í suðri, vestur á Barðaströnd og norður á Húnaflóa.
Á morgun (þriðjudag) er áfram spáð vestlægri átt. Hætt er við gasmengun einnig á Vestfjörðum og víðar á Norðurlandi.