Um 70 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Stærsti skjálftinn varð í gærkvöldi klukkan 21:19 en hann var 5,2 stig að stærð. Skjálftinn varð í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni.
Tilkynningar bárust úr Eyjafirði um að hann hefði fundist. Nokkrir voru milli fjögur og fimm stig. Nokkrir hafa einnig mælst undir Bergganginum. Ekki sést til gossins eins og er þar sem slæmt skyggni er á svæðinu.

