Charlie Sifford heiðraður í Hvíta húsinu 29. nóvember 2014 13:00 Charlie Sifford braut niður múra í golfheiminum. AP Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti