„Ég er að spila ömurlega," lét LeBron James hafa eftir sér eftir leikinn á undan en hann var bara með 18,5 stig og 41 prósent skotnýtingu í umræddri fjögurra leikja taphrinu.
Það breyttist allt í nótt en James var með 29 stig og 11 stoðsendingar í sigrinum á Orlando þrátt fyrir að spila ekkert í fjórða leikhlutanum og Lebron var strax kominn með 16 stig og 4 stoðsendingar eftir fyrsta leikhlutann.
„Ég er minn harðasti gagnrýnandi. Ég var ekki ánægður með minn leik í síðustu viku og það setur enginn meiri pressu á mig en ég sjálfur. Það þýðir ekki bara að tala um það heldur þarf maður að sýna það líka inn á vellinum," sagði LeBron James eftir sigurinn í nótt.
„Þetta voru ansi erfiðir dagar fyrir okkur," viðurkenndi þjálfarinn David Blatt.
LeBron James skoraði stigin sín 29 á 31 mínútu en hann hitti úr 9 af 17 skotum var einnig með 4 fráköst og 3 stolna bolta auk stoðsendinganna 11.