Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst segja af sér embætti síðar í dag. Að sögn New York Times kemur afsögnin í kjölfar beiðni frá Barack Obama Bandaríkjaforseta.
Hinn 68 ára Hagel tók við embætti varnarmálaráðherra á síðasta ári, en hann er fyrrverandi hermaður og öldungadeildarþingmaður.
Í frétt New York Times segir að afsögnin tengist breytingum á aðgerðum Bandaríkjahers gegn ISIS.
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér
Atli Ísleifsson skrifar
