Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2014 14:05 Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk Tómasdóttir. Vísir Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur á greinargerð um málefni hælisleitanda sem send var til Gísla Freys Valdórssonar í innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, óskaði eftir gögnum um málefni Tony Omos í símtölum sem hann átti við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum daginn sem fréttir birtust upp úr minnisblaði sem hann lak. Í samtölum sínum óskaði Gísli Freyr meðal annars eftir greinargerð frá embættinu um málefni Omos sem tengdust hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma. Talið var að hann væri í felum á Suðurnesjum, samkvæmt Sigríði. Hann hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka gögnum um hælisleitandann.Bréf Persónuverndar í heild sinni:Persónuvernd vísar til frétta í fjölmiðlum um samskipti lögreglunnar á Suðurnesjum og annars af aðstoðarmönnum innanríkisráðherra hinn 20. nóvember 2013, þ. á m. greinargerðar varðandi málefni [hælisleitandi] sem lögreglustjóri sendi umræddum aðstoðarmanni í tölvupósti. Svo að vinna megi með persónuupplýsingar þarf ávallt að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. 8. tölul. 2. gr. sömu laga, þarf einnig að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 9. gr. laganna. Þá verður miðlun persónuupplýsinga frá lögreglu til annarra stjórnvalda að fullnægja kröfum 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett er með stoð í meðal annars 3. mgr. 45. gr. laga nr. 77/2000. Mál þetta var rætt á fundi stjórnar Persónuverndar í dag. Í samræmi við ákvörðun á þeim fundi er þess hér með óskað að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum skýri frá því hvaða upplýsingum var miðlað til innanríkisráðuneytisins með sendingu umræddrar greinargerðar. Þá er þess óskað að fram komi hvernig sú miðlun er talin horfa við ákvæðum 8. og 9. gr. laga nr. 77/2000, sem og 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001. Jafnramt er þess óskað að afrit af umræddri greinargerð verði sent Persónuvernd. Svarfrestur er veittur til 3. desember nk. Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur á greinargerð um málefni hælisleitanda sem send var til Gísla Freys Valdórssonar í innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, óskaði eftir gögnum um málefni Tony Omos í símtölum sem hann átti við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum daginn sem fréttir birtust upp úr minnisblaði sem hann lak. Í samtölum sínum óskaði Gísli Freyr meðal annars eftir greinargerð frá embættinu um málefni Omos sem tengdust hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma. Talið var að hann væri í felum á Suðurnesjum, samkvæmt Sigríði. Hann hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka gögnum um hælisleitandann.Bréf Persónuverndar í heild sinni:Persónuvernd vísar til frétta í fjölmiðlum um samskipti lögreglunnar á Suðurnesjum og annars af aðstoðarmönnum innanríkisráðherra hinn 20. nóvember 2013, þ. á m. greinargerðar varðandi málefni [hælisleitandi] sem lögreglustjóri sendi umræddum aðstoðarmanni í tölvupósti. Svo að vinna megi með persónuupplýsingar þarf ávallt að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. 8. tölul. 2. gr. sömu laga, þarf einnig að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 9. gr. laganna. Þá verður miðlun persónuupplýsinga frá lögreglu til annarra stjórnvalda að fullnægja kröfum 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett er með stoð í meðal annars 3. mgr. 45. gr. laga nr. 77/2000. Mál þetta var rætt á fundi stjórnar Persónuverndar í dag. Í samræmi við ákvörðun á þeim fundi er þess hér með óskað að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum skýri frá því hvaða upplýsingum var miðlað til innanríkisráðuneytisins með sendingu umræddrar greinargerðar. Þá er þess óskað að fram komi hvernig sú miðlun er talin horfa við ákvæðum 8. og 9. gr. laga nr. 77/2000, sem og 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001. Jafnramt er þess óskað að afrit af umræddri greinargerð verði sent Persónuvernd. Svarfrestur er veittur til 3. desember nk.
Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30
Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28
Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00
Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04
Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09
Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57