Þessir skoruðu stigin í körfuboltaleikjum kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 21:15 Justin Shouse. Vísir/Daníel Njarðvík, Tindastóll, Stjarnan og ÍR unnu öll leiki sína í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í kvöld en ÍR-ingar snéru nánast töpuðum leik í sigur með magnaðri frammistöðu í lokaleikhlutanum.Stjörnumenn komust aftur á sigurbraut eftir sannfærandi 17 stiga sigri á Fjölni í Garðabænum. Justin Shouse er að komast á fullt eftir höfuðmeiðslin og var með 25 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Stjörnuliði töpuðu fyrir Skallagrími í síðustu umferð, öðru liði við botn deildarinnar, en það var miklu einbeittara Stjörnulið sem mætti til leiks í Ásgarði í kvöld. Dagur Kár Jónsson og Justin Shouse voru með 45 stig og sjö þrista saman og eru eitt skemmtilegasta bakvarðarpar deildarinnar.Tindastóll komst upp að hlið KR-inga á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta með þvi að vinna 23 stiga sigur á Keflavík á Króknum, 97-74. Tindastólsliðið, sem er nýliði í deildinni, hefur unnið fjóra leiki í röð og alls 6 af sjö deildarleikjum tímabilsins til þessa. Darrel Keith Lewis heldur áfram frábærri spilamennsku sinni og fór illa með sína gömlu félaga. ÍR-ingar unnu hreint ótrúlegan sigur á Grindavík, 90-85, í ótrúlegum leik í Seljaskóla. Heimamenn voru heilum 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann en náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vinna leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann 30-7.Njarðvíkingar sýndu sínar bestu hliðar eftir að þeir komust loksins í gang í 15 stiga sigri á Snæfelli í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Mirko Stefán Virijevic átti mjög góðan leik fyrir Njarðvík í kvöld en hann var með 21 stig og 15 fráköst og þá var Logi Gunnarsson með 20 stig og 7 stoðsendingar. Snæfellingar byrjuðu leikinn vel og unnu fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 26-16. Njarðvíkurliðið fann gírinn í öðrum leikhlutanum og þá var ekki aftur snúið. Njarðvík vann annan leikhlutann 33-19 og var fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45, en fylgdi því eftir með ekki mikið lakari þriðja leikhluta sem liðið vann 28-14. Njarðvík náði mest tuttugu stiga forskoti í þriðja leikhlutanum og nánast gerðu út um leikinn þá. Snæfellsliðið gafst ekki upp og sótti að Njarðvík í lokin en heimamenn stóðust það áhlaup og tryggðu sér góðan sigur.Úrslit og stigaskor úr leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Njarðvík-Snæfell 98-83 (16-26, 33-19, 28-14, 21-24)Njarðvík: Dustin Salisbery 24/7 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/15 fráköst, Logi Gunnarsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 12, Hjörtur Hrafn Einarsson 12/4 fráköst, Ágúst Orrason 5, Ólafur Aron Ingvason 2/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 2.Snæfell: Christopher Woods 21/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 16/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/10 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5.Dómarar: Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georg AndersenÍR-Grindavík 90-85 (19-32, 14-21, 27-25, 30-7)ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Trey Hampton 18/7 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Hamid Dicko 9/5 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst.Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Rodney Alexander 11/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Steinar Orri Sigurðsson, Halldor Geir Jensson Tindastóll-Keflavík 97-74 (27-15, 17-21, 29-22, 24-16)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 26/5 fráköst, Myron Dempsey 23/15 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 18/6 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 9/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/4 varin skot, Viðar Ágústsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2.Keflavík: Guðmundur Jónsson 23/6 fráköst, William Thomas Graves VI 18/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/11 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 2, Hilmir Gauti Guðjónsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór AðalsteinssonStjarnan-Fjölnir 93-76 (22-15, 27-25, 27-14, 17-22)Stjarnan: Justin Shouse 25/7 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 20/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 16/7 fráköst, Jarrid Frye 14/11 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9/11 fráköst/3 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 2/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.Fjölnir: Daron Lee Sims 17/11 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/4 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 10/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Garðar Sveinbjörnsson 8/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 8, Sindri Már Kárason 4/6 fráköst, Valur Sigurðsson 2, Smári Hrafnsson 2, Davíð Ingi Bustion 2, Alexander Þór Hafþórsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1.Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson . Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Njarðvík, Tindastóll, Stjarnan og ÍR unnu öll leiki sína í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í kvöld en ÍR-ingar snéru nánast töpuðum leik í sigur með magnaðri frammistöðu í lokaleikhlutanum.Stjörnumenn komust aftur á sigurbraut eftir sannfærandi 17 stiga sigri á Fjölni í Garðabænum. Justin Shouse er að komast á fullt eftir höfuðmeiðslin og var með 25 stig og 7 stoðsendingar í kvöld. Stjörnuliði töpuðu fyrir Skallagrími í síðustu umferð, öðru liði við botn deildarinnar, en það var miklu einbeittara Stjörnulið sem mætti til leiks í Ásgarði í kvöld. Dagur Kár Jónsson og Justin Shouse voru með 45 stig og sjö þrista saman og eru eitt skemmtilegasta bakvarðarpar deildarinnar.Tindastóll komst upp að hlið KR-inga á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta með þvi að vinna 23 stiga sigur á Keflavík á Króknum, 97-74. Tindastólsliðið, sem er nýliði í deildinni, hefur unnið fjóra leiki í röð og alls 6 af sjö deildarleikjum tímabilsins til þessa. Darrel Keith Lewis heldur áfram frábærri spilamennsku sinni og fór illa með sína gömlu félaga. ÍR-ingar unnu hreint ótrúlegan sigur á Grindavík, 90-85, í ótrúlegum leik í Seljaskóla. Heimamenn voru heilum 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann en náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vinna leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann 30-7.Njarðvíkingar sýndu sínar bestu hliðar eftir að þeir komust loksins í gang í 15 stiga sigri á Snæfelli í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Mirko Stefán Virijevic átti mjög góðan leik fyrir Njarðvík í kvöld en hann var með 21 stig og 15 fráköst og þá var Logi Gunnarsson með 20 stig og 7 stoðsendingar. Snæfellingar byrjuðu leikinn vel og unnu fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 26-16. Njarðvíkurliðið fann gírinn í öðrum leikhlutanum og þá var ekki aftur snúið. Njarðvík vann annan leikhlutann 33-19 og var fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45, en fylgdi því eftir með ekki mikið lakari þriðja leikhluta sem liðið vann 28-14. Njarðvík náði mest tuttugu stiga forskoti í þriðja leikhlutanum og nánast gerðu út um leikinn þá. Snæfellsliðið gafst ekki upp og sótti að Njarðvík í lokin en heimamenn stóðust það áhlaup og tryggðu sér góðan sigur.Úrslit og stigaskor úr leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Njarðvík-Snæfell 98-83 (16-26, 33-19, 28-14, 21-24)Njarðvík: Dustin Salisbery 24/7 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/15 fráköst, Logi Gunnarsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 12, Hjörtur Hrafn Einarsson 12/4 fráköst, Ágúst Orrason 5, Ólafur Aron Ingvason 2/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 2.Snæfell: Christopher Woods 21/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 16/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/10 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5.Dómarar: Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georg AndersenÍR-Grindavík 90-85 (19-32, 14-21, 27-25, 30-7)ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Trey Hampton 18/7 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Hamid Dicko 9/5 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst.Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Rodney Alexander 11/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Steinar Orri Sigurðsson, Halldor Geir Jensson Tindastóll-Keflavík 97-74 (27-15, 17-21, 29-22, 24-16)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 26/5 fráköst, Myron Dempsey 23/15 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 18/6 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 9/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/4 varin skot, Viðar Ágústsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2.Keflavík: Guðmundur Jónsson 23/6 fráköst, William Thomas Graves VI 18/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/11 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 2, Hilmir Gauti Guðjónsson 2.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór AðalsteinssonStjarnan-Fjölnir 93-76 (22-15, 27-25, 27-14, 17-22)Stjarnan: Justin Shouse 25/7 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 20/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 16/7 fráköst, Jarrid Frye 14/11 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9/11 fráköst/3 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 2/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.Fjölnir: Daron Lee Sims 17/11 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/4 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 10/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Garðar Sveinbjörnsson 8/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 8, Sindri Már Kárason 4/6 fráköst, Valur Sigurðsson 2, Smári Hrafnsson 2, Davíð Ingi Bustion 2, Alexander Þór Hafþórsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1.Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson .
Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira