Bjarki: Gerðum lítið úr HK með svona frammistöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2014 21:52 Bjarki Sigurðsson ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/andri marinó „Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Lokatölur voru 38-25, Stjörnunni í vil, en þessi lið verma tvö neðstu sæti Olísdeildar karla. „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ sagði Bjarki sem viðurkennir að staða liðsins sé einkar slæm. Tvær umferðir eru eftir í deildinni þar til að hlé verður gert á tímabilinu fram yfir HM í handbolta. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrða prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Lokatölur voru 38-25, Stjörnunni í vil, en þessi lið verma tvö neðstu sæti Olísdeildar karla. „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ sagði Bjarki sem viðurkennir að staða liðsins sé einkar slæm. Tvær umferðir eru eftir í deildinni þar til að hlé verður gert á tímabilinu fram yfir HM í handbolta. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrða prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27