Körfubolti

Snæfell lagði Val í bikarnum og mætir Tindastóli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson kom sínum mönnum áfram.
Ingi Þór Steinþórsson kom sínum mönnum áfram. vísir/daníel
Snæfell varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta.

Strákarnir úr Stykkishólmi lögðu 1. deildar lið Vals, 80-69, en þeir byrjuðu ekki vel. Valur var yfir eftir fyrsta leikhlutann, 28-14, en gestirnir sneru við blaðinu í öðrum leikhluta sem þeir unnu, 24-8.

Chris Woods var atkvæðamestur gestanna með 30 stig og 16 fráköst og Sigurður Þorvaldsson bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.

Í liði heimamanna skoraði Danero Thomas 22 stig og tók 11 fráköst, en Illigu Auðunsson skoraði 13 stig og tók 16 fráköst.

Snæfell mætir spútnikliði Tindastóls í átta liða úrslitunum á heimavelli sínum í Stykkishólmi.

Valur-Snæfell 69-80 (28-14, 8-24, 17-20, 16-22)

Valur: Danero Thomas 22/11 fráköst/5 stolnir, Illugi Auðunsson 13/16 fráköst/4 varin skot, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Kormákur Arthursson 8, Benedikt Blöndal 6, Þorbergur Ólafsson 6/4 fráköst, Þorgrímur Guðni Björnsson 5/7 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 1.

Snæfell: Christopher Woods 30/16 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/9 fráköst, Stefán Karel Torfason 14/12 fráköst, Snjólfur Björnsson 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Austin Magnus Bracey 3.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×