Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn var 4,6 stig klukkan 20:57 í gærkvöldi. Upptökin voru við suðausturbrún öskjunnar. Sjö aðrir skjálftar yfir fjórum að stærð mældust.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að heildarfjöldi jarðskjálfta við Bárðarbungu frá klukkan 10 í gærmorgun er um sextíu. Um tíu smáskjálftar hafa mælst í kvikuganginum og þá hafa nokkrir skjálftar orðið við Tungnafellsjökul, sá stærsti tæplega tvö stig.
Eldgosið í Holuhrauni hefur sést á vefmyndavélum í morgun.
