Körfubolti

LeLe skoraði 31 stig í sigri Hauka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeLe Hardy var öflug í kvöld eins og svo oft áður.
LeLe Hardy var öflug í kvöld eins og svo oft áður. vísir/stefán
Haukar lögðu Grindavík með sex stiga mun, 73-67, í lokaleik elleftu umferðar Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Haukar voru fimm stigum yfir hálfleik, 42-37, og sjö stigum yfir fyrir lokafjórðunginn sem gestirnir náðu aðeins að vinna með einu stigi.

LeLe Hardy var með enn eina tröllatvennuna í kvöld, en hún skoraði 31 stig og tók 15 fráköst fyrir Hauka auk þess sem hún gaf fimm stoðsendingar.

Sylvía Rún Háldánardóttir átti einnig frábæran leik, en hún skoraði 14 stig, tók 9 fráköst, stal 5 boltum og varði þrjú skot.

Hjá Grindavík var Rachel Tecca öflug með 23 stig og 12 fráköst og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 19 stig og tók 7 fráköst.

Með sigrinum treystu Haukar stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, en þeir eru með 16 stig, tveimur stigum meira en Valur. Grindvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig.

Haukar-Grindavík 73-67 (18-21, 24-16, 16-14, 15-16)

Haukar: LeLe Hardy 31/15 fráköst/5 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 14/9 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/6 fráköst, Inga Rún Svansdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 4/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2.

Grindavík: Rachel Tecca 23/12 fráköst/6 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 19/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 12/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3, Petrúnella Skúladóttir 2/7 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×