Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2014 22:55 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/AFP Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu. Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11