Aðbúnaður þeirra sem þrífa hótelherbergið þitt Drífa Snædal og Harpa Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2014 13:14 Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum. Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi. Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim. Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.Erfitt og hættulegt starf Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum. Þegar stéttarfélög ræða við félagsmenn sem sinna þessum störfum er algengt að þeir kvarti undan vinnuálaginu og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Vinnuhraðinn er mikill og ávallt verið að keppa við klukkuna. Þau sem sinna hótelþrifum þurfa að þrífa ákveðinn fjölda herberga á hverjum degi. Í flestum tilfellum má lítið út af bregða til að álagið verði óbærilegt, þannig þarf ekki nema einn starfsmaður að vera veikur til að erfitt sé að uppfylla kvótann sem starfsfólki er ætlað. Í slíkum tilvikum er algengt að starfsfólk sleppi umsömdum kaffitímum til að klára vinnuna á réttum tíma. Þetta mikla vinnuálag hefur gríðarleg áhrif á líkamlega heilsu starfsfólks og eru vinnuslys og veikindi algeng hjá þeim sem sinna hótelþrifum. Þetta hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt. Álagið hefur aukist vegna aukinna krafa viðskiptavina, en ekki síður vegna undirmönnunar í kjölfar hagræðinga til að mæta kröfum um arðsemi.Kynferðislegt áreiti algegnt vandamál Fyrir nokkrum árum komust vinnuaðstæður hótelþerna í kastljós fjölmiðla í kjölfar þess að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York. Atvikið vakti mikla athygli og beindi sjónum almennings að slæmum aðbúnaði og þeim hættum sem steðja að hótelþernum á hverjum degi. Víðsvegar um heim er algengt að hótelþernur kæri kynferðislegt áreiti og annarskonar ofbeldi af hendi hótelgesta. Norrænar kannanir benda til þess að um 25% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa upplifað kynferðislegt áreiti af hálfu gesta. Jafnvel þó engar opinbera tölur liggi fyrir á Íslandi verður að telja líklegt að ástandið sé engu skárra hér á landi.Einföld ráð til að bæta aðbúnað Það er mikilvægt að muna að atvinnurekendur bera ábyrgð á starfsöryggi og aðbúnaði starfsfólks síns. Eigendur hótela geta á einfaldan máta bætt það vinnuumhverfi sem hótelþernur búa við á fjölmörgum hótelum í dag og þannig minnkað líkur á vinnuslysum og veikindum: •Starfsfólk við hótelþrif fái viðeignadi starfsþjálfun og menntun. •Starfsfólk fái tækjabúnað, vinnufatnaði og hreinlætisvörur sem standist allar öryggiskröfur. •Starfsfólk fái öryggisbúnað til að verjast áreiti og ofbeldi. •Starfsfólk vinni í teymum til að dreifa álaginu og auka öryggi sitt. •Settar séu raunhæfar kröfur á starfsfólk varðandi þann fjölda herberja sem ætlast er til að þrifin séu á hverjum degi. •Huga að því við hönnun hótelherbergja að auðvelt sé að þrífa þau. Að lokum er mikilvægt að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þina eins ánægjulega og hægt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum. Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi. Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim. Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.Erfitt og hættulegt starf Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum. Þegar stéttarfélög ræða við félagsmenn sem sinna þessum störfum er algengt að þeir kvarti undan vinnuálaginu og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Vinnuhraðinn er mikill og ávallt verið að keppa við klukkuna. Þau sem sinna hótelþrifum þurfa að þrífa ákveðinn fjölda herberga á hverjum degi. Í flestum tilfellum má lítið út af bregða til að álagið verði óbærilegt, þannig þarf ekki nema einn starfsmaður að vera veikur til að erfitt sé að uppfylla kvótann sem starfsfólki er ætlað. Í slíkum tilvikum er algengt að starfsfólk sleppi umsömdum kaffitímum til að klára vinnuna á réttum tíma. Þetta mikla vinnuálag hefur gríðarleg áhrif á líkamlega heilsu starfsfólks og eru vinnuslys og veikindi algeng hjá þeim sem sinna hótelþrifum. Þetta hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt. Álagið hefur aukist vegna aukinna krafa viðskiptavina, en ekki síður vegna undirmönnunar í kjölfar hagræðinga til að mæta kröfum um arðsemi.Kynferðislegt áreiti algegnt vandamál Fyrir nokkrum árum komust vinnuaðstæður hótelþerna í kastljós fjölmiðla í kjölfar þess að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York. Atvikið vakti mikla athygli og beindi sjónum almennings að slæmum aðbúnaði og þeim hættum sem steðja að hótelþernum á hverjum degi. Víðsvegar um heim er algengt að hótelþernur kæri kynferðislegt áreiti og annarskonar ofbeldi af hendi hótelgesta. Norrænar kannanir benda til þess að um 25% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa upplifað kynferðislegt áreiti af hálfu gesta. Jafnvel þó engar opinbera tölur liggi fyrir á Íslandi verður að telja líklegt að ástandið sé engu skárra hér á landi.Einföld ráð til að bæta aðbúnað Það er mikilvægt að muna að atvinnurekendur bera ábyrgð á starfsöryggi og aðbúnaði starfsfólks síns. Eigendur hótela geta á einfaldan máta bætt það vinnuumhverfi sem hótelþernur búa við á fjölmörgum hótelum í dag og þannig minnkað líkur á vinnuslysum og veikindum: •Starfsfólk við hótelþrif fái viðeignadi starfsþjálfun og menntun. •Starfsfólk fái tækjabúnað, vinnufatnaði og hreinlætisvörur sem standist allar öryggiskröfur. •Starfsfólk fái öryggisbúnað til að verjast áreiti og ofbeldi. •Starfsfólk vinni í teymum til að dreifa álaginu og auka öryggi sitt. •Settar séu raunhæfar kröfur á starfsfólk varðandi þann fjölda herberja sem ætlast er til að þrifin séu á hverjum degi. •Huga að því við hönnun hótelherbergja að auðvelt sé að þrífa þau. Að lokum er mikilvægt að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þina eins ánægjulega og hægt er.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun