Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2014 15:44 „Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“ Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
„Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“
Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41
Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49