Maserati á flugi Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 11:05 Maserati Alfieri Coupe á bílasýningunni í Genf. Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati seldi fleiri bíla á fyrri helmingi þessa árs en allt árið í fyrra og stefnir í 30.000 bíla sölu fyrirtækisins í ár. Dæmi um aðra eins velgengni bílaframleiðenda er vart að finna á þessu ári. Það er frábær sala í bílgerðunum Quattroporte og Ghibli sem skýrir út þessa miklu söluaukningu. Maserati áformar að selja 75.000 bíla á ári frá og með árinu 2018 og því ætlar Maserati að ná með smíði lúxusjeppa. Nú er unnið að þróun þessa jeppa sem fengið hefur nafnið Levante og hefst framleiðsla á honum á næsta ári. Ennfremur stendur yfir þróun tveggja sæta coupe bíls sem keppa á við Porsche 911 og fær sá bíll nafnið Alfieri. Sá bíll á að koma á markað árið 2016 og blæjuútfærsla hans ári seinna. Maserati hefur verið í eigu Fiat frá árinu 1993.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent