Stormviðvörun er í gildi hjá Veðurstofunni næsta sólarhring gagnvart fiskimiðum út af sunnan- og vestanverðu landinu, og raunar fleiri miðum við landið. Versta veðri á grunnmiðum er spáð á Faxaflóamiðum og suðvesturmiðum seint í kvöld, suðvestan 23 til 28 metrum á sekúndu.
Rauð ölduspá Vegagerðarinnar endurspeglar veðurspána. Spáð er um og yfir tíu metra ölduhæð í nótt og fram eftir morgni út af suðvesturhorni landsins. Það má því búast við stórum öldum skella á ströndinni, allt frá Faxaflóa, á Suðurnesjum og með suðurströndinni til Vestmannaeyja.
Raunar er spáð enn verra veðri á Grænlandssundi og Vesturdjúpi í kvöld, vestan 25 til 30 metrum á sekúndu. Jafnframt er varað við mikilli ísingu á Grænlandssundi og Norðurdjúpi.
Rauð ölduspá fyrir suðvesturhornið
Kristján Már Unnarsson skrifar

Fleiri fréttir
