Með þessu er búist við stormi eða suðaustan 18 til 23 metra á sekúndu í dag. Í kvöld mun vindurinn snúa í suðvestur með éljum á Suður- og Vesturlandi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk um að fylgjast með veðri og veðurspám í dag og segir að gott verði að halda kyrru fyrir nema nauðsyn sé.
Frekari upplýsingar um veður má sjá á heimasíðu Veðurstofunnar.