Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 12:14 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust í gærkvöldi og eru frekari aðgerðir boðaðar í nótt. Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira