Utanríkisráðuneytið með pyndingarskýrsluna til skoðunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 11:41 Sigmundur Davíð segir málið vera til skoðunar í ráðuneyti Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Vísir/Daníel Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur. Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01