Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2025 14:04 Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Egill Aðalsteinsson Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar. Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar.
Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira