Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 13:31 Reyn segir tilskipanir Trumps hafa vakið ugg hjá mörgu hinsegin fólki. Vísir/Getty Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum. Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17