Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 11:01 Birgitta er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Stefán Fjórtán þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem pyndingar leyniþjónustu Bandaríkjanna frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 eru harðlega fordæmdar. Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum á mönnum sem voru fangelsaðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna og framkvæmdar voru undir stjórn CIA.Forstjóri CIA hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar skýrslunnar en hann hefur reynt að verja pyndingarnar.Vísir/AFPÍ greinargerð þingsályktunartillögunnar eru tekin dæmi um það sam fram kemur í skýrslunni. „Meðal annars er því lýst hvernig föngum var haldið vakandi, jafnvel í heila viku, stundum standandi, stundum með handleggi hlekkjaða fyrir ofan höfuð,“ segir meðal annars. „Sumum föngum var gefinn vökvi í gegnum endaþarm, án læknisfræðilegrar nauðsynjar. Var þetta framkvæmt með offorsi, sem leiddi í a.m.k. einu tilviki til skemmda á endaþarmi. Einum fanga, Majid Khan, var gefinn matur í gegnum endaþarm; hummus, pastasósu, hnetum og rúsínum var maukað saman og troðið inn um endaþarm,“ segir í greinargerðinni. Þá er einnig tekið dæmi um meðferð CIA á Gul Rahman sem var haldið vakandi í tvo sólarhringa. „Hann var látinn þola ærandi hávaða í algeru myrkri og einangrun, settur í kaldar sturtur og hlekkjaður við vegg í stellingu sem neyddi hann til að leggjast á kalt gólf,“ segir í greinargerðinni. Föt hans voru tekin og látinn vera í peysu einum fata. Hann lést úr ofkælingu.Meðferð fanga í Guantanamo var fordæmd á Alþingi árið 2007.Vísir/APFleiri dæmi eru tekin í greinargerðinni. Þingmennirnir telja afar brýnt að sú hræðilega meðferð á fólki sem lýst er í skýrslunni verði fordæmd um heim allan. Mælast þeir til að Alþingi bregðist fljótt við og fordæmi grimmdarverkin með formlegum og opinberum hætti. Verði tillagan samþykkt er það ekki í fyrsta sinn sem Alþingi fordæmir mannréttindabrot og ómannúðlega meðferð á föngum Bandaríkjamanna en það gerði þingi árið 2007 vegna meðferðar fanga í Guantanamo. Flutningsmenn tillögunnar eru Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll Árnason, Óttarr Proppé, Helgi Hrafn Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Þór Ólafsson, Brynhildur Pétursdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Róbert Marshall. Alþingi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Fjórtán þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem pyndingar leyniþjónustu Bandaríkjanna frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 eru harðlega fordæmdar. Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum á mönnum sem voru fangelsaðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna og framkvæmdar voru undir stjórn CIA.Forstjóri CIA hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar skýrslunnar en hann hefur reynt að verja pyndingarnar.Vísir/AFPÍ greinargerð þingsályktunartillögunnar eru tekin dæmi um það sam fram kemur í skýrslunni. „Meðal annars er því lýst hvernig föngum var haldið vakandi, jafnvel í heila viku, stundum standandi, stundum með handleggi hlekkjaða fyrir ofan höfuð,“ segir meðal annars. „Sumum föngum var gefinn vökvi í gegnum endaþarm, án læknisfræðilegrar nauðsynjar. Var þetta framkvæmt með offorsi, sem leiddi í a.m.k. einu tilviki til skemmda á endaþarmi. Einum fanga, Majid Khan, var gefinn matur í gegnum endaþarm; hummus, pastasósu, hnetum og rúsínum var maukað saman og troðið inn um endaþarm,“ segir í greinargerðinni. Þá er einnig tekið dæmi um meðferð CIA á Gul Rahman sem var haldið vakandi í tvo sólarhringa. „Hann var látinn þola ærandi hávaða í algeru myrkri og einangrun, settur í kaldar sturtur og hlekkjaður við vegg í stellingu sem neyddi hann til að leggjast á kalt gólf,“ segir í greinargerðinni. Föt hans voru tekin og látinn vera í peysu einum fata. Hann lést úr ofkælingu.Meðferð fanga í Guantanamo var fordæmd á Alþingi árið 2007.Vísir/APFleiri dæmi eru tekin í greinargerðinni. Þingmennirnir telja afar brýnt að sú hræðilega meðferð á fólki sem lýst er í skýrslunni verði fordæmd um heim allan. Mælast þeir til að Alþingi bregðist fljótt við og fordæmi grimmdarverkin með formlegum og opinberum hætti. Verði tillagan samþykkt er það ekki í fyrsta sinn sem Alþingi fordæmir mannréttindabrot og ómannúðlega meðferð á föngum Bandaríkjamanna en það gerði þingi árið 2007 vegna meðferðar fanga í Guantanamo. Flutningsmenn tillögunnar eru Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll Árnason, Óttarr Proppé, Helgi Hrafn Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Þór Ólafsson, Brynhildur Pétursdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Róbert Marshall.
Alþingi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira