Skallagrímur vann góðan og mikilvægan sigur á ÍR, 76-68, í fallbaráttuslag í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.
Liðin eru nú bæði með fjögur stig í deildinni, en þetta var aðeins annar sigur Skallanna á leiktíðinni.
Skallagrímur var yfir í hálfleik, 45-34, en ÍR vann þriðja leikhlutann, 17-9, og var staðan fyrir þann fjórða því orðin 54-51. Heimamenn höfðu betur á endanum og innbyrtu mikilvæg tvö stig.
Miðherjinn Tracy Smith var lang atkvæðamestur í liði heimamanna með tröllatvennu upp á 20 stig og 20 fráköst, en gamla kempan Páll Axel Vilbergsson skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Páll Axel setti niður síðustu vítaskotin sem kláruðu leikinn.
Hjá ÍR var Trey Hampton stigahæstur með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst, en Matthías Orri Sigurðarson skoraði 16 stig og Sveinbjörn Claessen skoraði 9 stig og tók 9 fráköst.
Mikilvægur sigur Skallagríms í botnbaráttunni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti