Körfubolti

KR valtaði yfir Hamar í fallbaráttuslag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
KR vann stórsigur gegn Hamri, 91-44, í fjögurra stiga fallbaráttuslag í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld.

KR vann fyrsta leikhlutann, 22-9, og leit ekki um öxl eftir það. Hamar skoraði 20 stig í fyrri hálfleik og 24 í þeim síðari.

Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 21 stig og tók 5 fráköst fyrir KR og Bergþóra Holton bætti við 20 stigum.

Í liði Hamars var Sidnei Moss stigahæst með 24 stig, eða ríflega helming stiga gestanna í leiknum.

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Heiða B. Valdimarsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir skoruðu allar sex stig.

KR og Hamar eru nú bæði með fjögur stig í 6. og 7. sæti Dominos-deildarinnar, en Breiðablik er á botninum með tvö stig.

KR-Hamar 91-44 (22-9, 23-11, 21-9, 25-15)

KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 21/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Bergþóra Holton Tómasdóttir 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 15/5 fráköst, Simone Jaqueline Holmes 13, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Helga Einarsdóttir 4/11 fráköst/5 stoðsendingar, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 3/5 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 1.

Hamar: Sydnei Moss 24/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 6/5 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×