„Ég er ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2014 13:00 Vísir/Getty Varnarmaðurinn Michael Sam segir að hann sé ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni en hann sagði frá reynslu sinni í viðtali við sjónvarpskonuna Oprah Winfrey um helgina. Sam varð síðastliðið vor fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn sem var valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. Hann var valinn af St. Louis Rams en komst svo ekki í lokaleikmannahóp liðsins áður en tímabilið hófst í vor. Sam samdi þá við Dallas Cowboys sem varaliðsmaður en hefur verið án félags síðan að liðið rifti samningnum við hann í október. Hann segist vita af mörgum samkynhneigðum leikmönnum í NFL-deildinni. Margir þeirra hafi sett sig í samband við hann og þakkað honum fyrir. „Það eru margir í okkar hópi þarna úti,“ sagði hann í viðtalinu. „Ég er ekki sá eini. Ég er bara sá eini sem er kominn út úr skápnum. Þeir verða að stíga fram þegar þeir treysta sér til þess.“ Sam sagði einnig að hann hafi átt erfiða æsku og að hann hafi orðið fyrir slæmu einelti af hálfu bræðra sinna. „Þeir gerðu mér lífið afar leitt. Ég varð fyrir barðinu á þeim á hverjum degi,“ sagði Sam sem bjóst við að hann myndi fyrirgefa þeim einn daginn. Winfrey spurði Sam hvort að hann teldi að kynhneigð hans hefði orðið til þess að hann er nú án félags. „Ég vil ekki hugsa þannig um það. Ég tel að góðir hlutir séu handan við hornið.“ NFL Tengdar fréttir Sam fær ekki að spila með Rams Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. 1. september 2014 10:15 Kúrekarnir losuðu sig við Sam Það stefnir ekki í að hinn samkynhneigði Michael Sam muni spila í NFL-deildinni í vetur. 22. október 2014 14:30 Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag. 3. september 2014 16:30 Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam Michael Sam er kannski ekki með samning við lið í NFL-deildinni en Oprah Winfrey er samt búin að gera heimildarmynd um hann. 12. desember 2014 12:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira
Varnarmaðurinn Michael Sam segir að hann sé ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni en hann sagði frá reynslu sinni í viðtali við sjónvarpskonuna Oprah Winfrey um helgina. Sam varð síðastliðið vor fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn sem var valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. Hann var valinn af St. Louis Rams en komst svo ekki í lokaleikmannahóp liðsins áður en tímabilið hófst í vor. Sam samdi þá við Dallas Cowboys sem varaliðsmaður en hefur verið án félags síðan að liðið rifti samningnum við hann í október. Hann segist vita af mörgum samkynhneigðum leikmönnum í NFL-deildinni. Margir þeirra hafi sett sig í samband við hann og þakkað honum fyrir. „Það eru margir í okkar hópi þarna úti,“ sagði hann í viðtalinu. „Ég er ekki sá eini. Ég er bara sá eini sem er kominn út úr skápnum. Þeir verða að stíga fram þegar þeir treysta sér til þess.“ Sam sagði einnig að hann hafi átt erfiða æsku og að hann hafi orðið fyrir slæmu einelti af hálfu bræðra sinna. „Þeir gerðu mér lífið afar leitt. Ég varð fyrir barðinu á þeim á hverjum degi,“ sagði Sam sem bjóst við að hann myndi fyrirgefa þeim einn daginn. Winfrey spurði Sam hvort að hann teldi að kynhneigð hans hefði orðið til þess að hann er nú án félags. „Ég vil ekki hugsa þannig um það. Ég tel að góðir hlutir séu handan við hornið.“
NFL Tengdar fréttir Sam fær ekki að spila með Rams Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. 1. september 2014 10:15 Kúrekarnir losuðu sig við Sam Það stefnir ekki í að hinn samkynhneigði Michael Sam muni spila í NFL-deildinni í vetur. 22. október 2014 14:30 Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag. 3. september 2014 16:30 Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam Michael Sam er kannski ekki með samning við lið í NFL-deildinni en Oprah Winfrey er samt búin að gera heimildarmynd um hann. 12. desember 2014 12:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira
Sam fær ekki að spila með Rams Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. 1. september 2014 10:15
Kúrekarnir losuðu sig við Sam Það stefnir ekki í að hinn samkynhneigði Michael Sam muni spila í NFL-deildinni í vetur. 22. október 2014 14:30
Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag. 3. september 2014 16:30
Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam Michael Sam er kannski ekki með samning við lið í NFL-deildinni en Oprah Winfrey er samt búin að gera heimildarmynd um hann. 12. desember 2014 12:45