Í morgun var greint frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði verið sæmdur stórkrossi 13.desember síðastliðinn. Athygli vakti að ekki var greint frá veitingunni nema á undirsíðu á heimasíðu embættis forseta Íslands og að ekki hefði verið send út tilkynning þess efnis.
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir á Facebook síðu sinni að aldrei hafi nein leynd hvílt yfir veitingu fálkaorðunnar. Hefð sé fyrir veitingunni og því hafi ekki verið send út fréttatilkynning „með lúðrablæstri um eitthvað sem er hefðbundið“.
Innlegg frá Jóhannes Þór.