Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón 23. desember 2014 16:25 Hanna Björg hefur stefnt ríkinu. Hanna Björg Margrétardóttir hefur sent innranríkisráðuneytinu og lögfræðingi þessi, Skúla Þór Gunnsteinssyni, kröfu vegna þess að Skúli fjallaði um persónulega hagi hennar í embætti sínu sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fer fram á milljón í skaðabætur vegna brotsins. Skúli hefur hafnað kröfunni en ekkert svar hefur borist frá innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að svarafresturinn sé liðinn. Krafan á innanríkisráðuneytið er sett fram á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar.Vinur fyrrum sambýlismanns Skúli er vinur fyrrum sambýlismanns Hönnu og fjallaði sambúðarslit þeirra í bréfi sem hann sendi á lögfræðing Barnaverndarstofu. Auk þess sem hann fullyrðir ýmislegt um skapgerð Hönnu Bjargar. Hún starfaði hjá stofnun sem heyrði undir Barnaverndarstofu og aðstoðu tveir fyrrum vinnufélagar hennar hana þegar hún gerði tilraun til að sækja eigur sínar á heimili hennar og fyrrum sambýlismanns hennar. Í bréfinu sagði Skúli frá því að hann vildi láta lögfræðing Barnaverndarstofu vita af þessum tveimur mönnum sem hann sagði að hefðu verið með ógnandi hegðun og kallaði þá „fugla“: „Ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Mér finnst þessi hegðun mannanna, eins og vinur minn lýsir henni, vera ógnandi hegðun,“ segir hann. Í lok bréfsins bætir hann við: „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla.“Sjá ítarlegri umfjöllun um forsögu málsins: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuFékk bréf frá innanríkisráðuneytinu Skúli sendi bréfið fimmtudaginn 12. september í fyrra, klukkan 10:52 að morgni til. Hann sendi bréfið úr tölvupóstfangi innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fékk bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem segir: „Umrætt tölvubréf var ekki ritað á vegum ráðuneytisins. Farið hefur verið ítarlega yfir málið með sendanda tölvubréfsins. Um er að ræða einkabréf hans til kunningjakonu sinnar sem starfar sem lögfræðingur Barnaverndarstofu og gerði hann þau mistök að senda tölvubréfið á netfangi innanríkisráðuneytisins. Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Í efni tölvupóstsins (e. subject), sem Skúli sendi, kemur fram að það varði málefni tveggja starfsmanna sem vinni fyrir stofnun sem heyri undir Barnaverndarstofu. Í bréfi innanríkisráðuneytisins kemur einnig fram að gerðar hafi verið „munnlegar aðfinnslur við sendandann“ því bréfið hafi verið brot á meðferð sambærilegra mála innan stjórnarráðsins. Innanríkisráðuneytinu „þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka.“ Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Hanna Björg Margrétardóttir hefur sent innranríkisráðuneytinu og lögfræðingi þessi, Skúla Þór Gunnsteinssyni, kröfu vegna þess að Skúli fjallaði um persónulega hagi hennar í embætti sínu sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fer fram á milljón í skaðabætur vegna brotsins. Skúli hefur hafnað kröfunni en ekkert svar hefur borist frá innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að svarafresturinn sé liðinn. Krafan á innanríkisráðuneytið er sett fram á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar.Vinur fyrrum sambýlismanns Skúli er vinur fyrrum sambýlismanns Hönnu og fjallaði sambúðarslit þeirra í bréfi sem hann sendi á lögfræðing Barnaverndarstofu. Auk þess sem hann fullyrðir ýmislegt um skapgerð Hönnu Bjargar. Hún starfaði hjá stofnun sem heyrði undir Barnaverndarstofu og aðstoðu tveir fyrrum vinnufélagar hennar hana þegar hún gerði tilraun til að sækja eigur sínar á heimili hennar og fyrrum sambýlismanns hennar. Í bréfinu sagði Skúli frá því að hann vildi láta lögfræðing Barnaverndarstofu vita af þessum tveimur mönnum sem hann sagði að hefðu verið með ógnandi hegðun og kallaði þá „fugla“: „Ég var vissulega ekki á staðnum en vinur minn er mjög áreiðanlegur einstaklingur, reglusamur og pottþéttur. Mér finnst þessi hegðun mannanna, eins og vinur minn lýsir henni, vera ógnandi hegðun,“ segir hann. Í lok bréfsins bætir hann við: „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla.“Sjá ítarlegri umfjöllun um forsögu málsins: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuFékk bréf frá innanríkisráðuneytinu Skúli sendi bréfið fimmtudaginn 12. september í fyrra, klukkan 10:52 að morgni til. Hann sendi bréfið úr tölvupóstfangi innanríkisráðuneytisins. Hanna Björg fékk bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem segir: „Umrætt tölvubréf var ekki ritað á vegum ráðuneytisins. Farið hefur verið ítarlega yfir málið með sendanda tölvubréfsins. Um er að ræða einkabréf hans til kunningjakonu sinnar sem starfar sem lögfræðingur Barnaverndarstofu og gerði hann þau mistök að senda tölvubréfið á netfangi innanríkisráðuneytisins. Efni tölvubréfsins er ráðuneytinu óviðkomandi.“ Í efni tölvupóstsins (e. subject), sem Skúli sendi, kemur fram að það varði málefni tveggja starfsmanna sem vinni fyrir stofnun sem heyri undir Barnaverndarstofu. Í bréfi innanríkisráðuneytisins kemur einnig fram að gerðar hafi verið „munnlegar aðfinnslur við sendandann“ því bréfið hafi verið brot á meðferð sambærilegra mála innan stjórnarráðsins. Innanríkisráðuneytinu „þykir miður hafið þér orðið fyrir óþægindum vegna þessara mistaka.“
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira