Skreytir til að gleðja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2014 20:45 „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna. vísir/pjetur Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is Jólafréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is
Jólafréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira