Lítur á tölvuárás Norður-Kóreu sem skemmdarverk ekki árás Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2014 18:40 Obama hefði viljað að Sony hefði haft samband við sig áður en hætt var við birtingu The Interview. Vísir/AP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni. Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist ekki líta á tölvuárás Norður-Kóreu á tölvukerfi Sony, sem stríðsaðgerð. Þess í stað horfi yfirvöld þar í landi á árásina sem skemmdarverk. Washington íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Kvikmyndadeild Sony hætti við útgáfu myndarinnar The Interview eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna hana. Hakkararnir höfðu þá hótað að gera árásir á kvikmyndahús þar sem myndin væri sýnd. Sony vill þrátt fyrir það sýna myndina á einhvern hátt. „Hvernig það verður gert veit enginn enn,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögmanni Sony. Í myndinni er Kim Jong-un, einræðisherra Norður Kóreu ráðinn af dögum. Obama lofar þó að bregðast við árásinni og segir að Bandaríkin muni ekki sæta sig við ógnanir hakkara. „Í lít ekki á þetta sem árás í stríði. Ég tel að þetta hafi verið skemmdarverk sem reyndist okkur mjög dýrt. Við tökum þessu að mikilli alvöru,“ segir Obama.Ný tegund stríðs Repúblikaninn John McCain er þó ekki sáttur við þessa skilgreiningu forsetans. „Þetta er ný tegund stríðs og við verðum að bregðast við þeirri tegund með betri tegund stríðs. Flokkssystir McCain, Lindsey Graham segir árásina vera hryðjuverk og segir að herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Hann vill einnig að landinu verði bætt aftur við listann yfir ríki sem styðja við hryðjuverk. Norður-Kórea var á þeim lista í tvo áratugi, en ríkisstjórn George Bush tók þá af listanum árið 2008 þegar kjarnorkuviðræður stóðu yfir. Einungis Íran, Súdan, Sýrland og Kúba eru á listanum. Þá hafa yfirvöld í Pyonyang hótað því að bregðast hart við verði landið sett aftur á umræddan lista. þetta kom fram í tilkynningu frá þjóðaröryggisráði Norður-Kóreu, en ekkert var tekið fram um hver þau viðbrögð yrðu.Hafa beðið Kína um aðstoð AP hefur heimildir fyrir því að Washington hafi beðið stjórnvöld í Kína um hugmyndir hvernig bregðast ætti við tölvuárásinni. Þá segja þeir að ríkin hafi skipst á upplýsingum um árásina. Þrátt fyrir að Obama hafi áður sakað Kína um tölvuárásir á Bandaríkin. Í nýlegu viðtali við CNN ítrekaði Obama að hann væri óánægður ákvörðun Sony um að birta The Interview ekki. Sony hefur hins vegar gefið út að þeir hefðu ekki haft aðra kosti eftir að kvikmyndahús hættu við að sýna myndina. Obama sagðist hafa viljað að Sony hefði haft samband við sig. „Ég hefði mögulega haft samband við kvikmyndahúsakeðjurnar og dreifingaraðila og spurt þá um hvað málið snerist.“ Norður-Kórea hefur neitað því að hafa komið að árásinni og buðu yfirvöld þar fram hjálp sína við rannsókn málsins í gær. Hvíta húsið hafnaði því og segjast þeir vera öryggir með að Norður-Kórea hafi komið að árásinni.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36 Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. 19. desember 2014 23:36
Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. 20. desember 2014 13:50
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19
Norður-Kóreumenn vilja sameiginlega rannsókn Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja engan fót fyrir ásökunum um aðild þeirra að tölvuárásum á Sony. 20. desember 2014 23:17
Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10